top of page

Náttúru-lega á Korpúlfsstöðum 2024

Kvikmynd eftir Matús Astrab

Ljósmyndir eftir Vigfús Birgisson

 Í sýningartexta segir sýningarstjórinn Guðlaugur Valgarðsson eftirfarandi: 

 

Inn er gengið, ljós læðist um glugga og leggst til hvílu á ullarreyfi.

 

Reyfin koma af fénu sem fylgt hafa okkur frá því land byggðist. Ullin er náttúran. Í hana sækjum við vernd og værð, efni og anda.

 

Anna Þóra vinnur verk sín á eðlilegan og náttúrulegan hátt úr ullinni, tosar þel og tog úr henni á áreynslulausan hátt og beinir efninu í ákveðnar áttir í sköpun sinni.

 

Henni er, eins okkur flestum, eðlislægt að leita í náttúruna og endurskapa tilfinninguna um tengsl okkar við hana. Í hana sækjum við kraft okkar og séum við með skilningarvitin opin finnum við fyrir hlutdeild okkar í heiminum og tengsl okkar við allt sem er.

 

Verk Önnu Þóru taka á sig ýmsar myndir, ullin sem hvíldi á jörðinni lyftist upp í rýminu og efni breytist í anda. Fyrir augum okkar svífa línur, litir og form sem líða um í rýminu og beina sjónum okkar til himins og jarðar. Þó að sum þeirra sýnast við fyrstu sýn vera bundin í formi sínu eru þau, þegar betur er að gáð, án fastra útlína eða ramma. Þau leita út í rýmið og tengjast þannig umhverfi sínu og umheimi á náttúrulegan og eðlilegan hátt.

 

Verkin hvíla í umhverfinu og augu okkar hvíla í þeim.

Náttúru lega

bottom of page